Gátlistar Heilsueflandi leikskóla
Inn á vefnum heilsueflandi.is hafa leikskólar aðgang að eigin vinnusvæði þar sem þau fylla út gátlista til þess að meta stöðu sína og nýta svo til þess að halda utan um markvisst heilsueflingarstarf.
Gátlistarnir fjalla um :
Gátlistarnir eru átta talsins og mælt er með að fylla alla gátlistana út í byrjun og draga grunnlínu svo hægt sé að meta breytingar yfir tíma. Gott er að byrja svo á að vinna með gátlistann um starfsfólks.
Gátlistarnir byggja á heildrænni nálgun og vísindalegri þekkingu. Atriði gátlistana beinast að þekktum áhrifaþáttum heilbrigðis og vellíðanar.
Athugið að leikskólar þurfa að skila inn formlegri umsókn til embættis landlæknis til þess að fá aðgang að eigin lokuðu svæði fyrir leikskóla á heilsueflandi.is
Til þess að taka þátt þurfa leikskólar að senda inn formlega umsókn til embættis landlæknis. Í kjölfarið fá umsækjendur sendann tölvupóst með aðgang að eigin lokuðu svæði fyrir Heilsueflandi leikskóla á heilsueflandi.is
Ekki þarf að vera búið að vinna undirbúningsvinnu áður en sótt er um, en leikskólinn þarf að hafa einsett sér að vinna markvisst að heilsueflingu. Gert er ráð fyrir rúmum tíma í undirbúningsvinnu þegar leikskólinn er búinn að senda inn umsókn.
(ATH að ekki er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að taka þátt, það á bara við þátttöku í Heilsueflandi vinnustöðum)
Með því að smella HÉR má nálgast alla gátlista Heilsueflandi leikskóla í einu skjali.