Fara á efnissvæði

Á fyrstu æviárum barna er lagður grun­nur að til­finningale­gri heil­su og velferð þeir­ra í lífinu. Samkvæmt skil­grein­ingu Alþjóða­heil­brigðis­málastof­nunar­in­nar er góð geðheil­sa og líðan fors­en­da þess að geta notið líf­s­gæða, vera fær um að finna til­gang með lífinu og vera virkurog ska­pan­di ein­stak­lin­gur í sam­féla­gi. Fyrstu ár barnsins eru ein­hver þau mik­il­væ­gustu í lífi þess með tilliti til til­finninga- og félagsþros­ka en eðlilegur þros­ki barna er háður örug­gum og ánægjulegum tengslum við aðrar man­neskjur. Því er brýnt að umhver­fi un­gra barna einken­nist af stöðu­glei­ka og hlýju og að börnin geti tengst þeim sem an­nast þau til­finningabön­dum. Börn sem ekki fá nægt til­finningalegt atlæti og vitsmu­nale­gaörvun snem­ma á ævin­ni geta orðið fyrir sálfélagslegum skaða sem markar þau alla ævi.


Al­men­nar up­plýsin­gar um líðan má finna á Heil­su­veru

Ung börn dvelja stærstan hlu­ta vökutíma síns í leik­skólanum og því verður hlutverk hans seint ofmetið. Í leik­skólanum læra börn að fóta sig í veröld utan veg­gja heim­il­is­ins, um­gan­gast ön­nur börn og þros­ka per­sónulei­ka sinn í geg­num leik og sam­skip­ti. Leik­skólar sem sin­na til­finningalegum og þroskateng­dum þör­fum barna af alúð stuðla þan­nig að því að hér vaxi úr grasi kynslóðir ein­stak­linga sem eru til­finningalega heil­brigðir, færir um að skilja og takast á við til­finningar sí­nar, þros­ka ei­gin styrklei­ka, sýna samken­nd og myn­da jákvæð tengsl við fólk­ið í kringum sig.

Viðmið

 

  • Stefna leikskólans miðar að því að skapa öruggt, styðjandi og nærandi umhverfi sem stuðlar að andlegri, félagslegri og líkamlegri
    velferð barna.

  • Reglulega er lagt mat m.a. á líðan barna, aðbúnað og samskipti foreldra við starfsfólk og brugðist við eftir þörfum með úrbótum á skólastarfi og skólaumhverfi.

  • Unnið er skipulega að því að efla tilfinningaþroska, tilfinningatengsl, samkennd, félagsfærni, sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd barna.

  • Skólinn er í öflugu samstarfi við foreldra og nærsamfélag um að efla tilfinningalega og félagslega velferð barna.