Fara á efnissvæði

Mikilvægt er að vinna markvisst að því að tryggja öryggi í leikskólum og að koma í veg fyrir að slys eða ofbeldi eigi sér stað.

Til að fækka slysum er mikilvægt að öll slys séu skráð á þar til gerð skráningarblöð sem eru til í leikskólanum. Með því að hafa slíka samantekt getur starfsfólk betur sett sér markmið í fækkun slysa og unnið markvisst að því að forgangsraða slysavörnum miðað við fjölda og alvarleika slysanna sem börnin verða fyrir.

Menntamálastofnun hefur gefið út uppfærða handbók um öryggi í leikskólum sem er mikilvægt að hafa til hliðsjónar. 


Almennar upplýsingar um ofbeldi og vanrækslu má finna á vef Heilsuveru

Þó svo að einelti sé talið algengast á miðstigi í grunnskóla getur það líka átt sér stað eða átt rætur sínar í leikskóla. Því er mikilvægt að kenna börnum samskiptafærni, vera góð fyrirmynd og leiðbeina þeim. Eins er mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum um vanrækslu eða annars konar ofbeldi og bregðast við því á gagnlegan og samræmdan máta. 

Samkvæmt þingsályktun skal allt starfsfólk leikskóla taka netnámskeið á vegum Barna- og fjölskyldustofu um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig skuli bregðast við ef barn greinir frá að hafa orðið fyrir ofbeldi.