Fara á efnissvæði

Mikilvægt er að huga að heilsu og vellíðan starfsfólks. Ef vel er staðið að heilsueflingu er hún líkleg til að skila ávinningi fyrir starfsfólk og leikskólans í heild. Með heilsueflingu starfsfólks stuðlar leikskólinn einnig að góðri ímynd og að litið sé á hann sem eftirsóknarverðan vinnustað.


Ávinningur starfsfólks getur meðal annars verið:

  • Vellíðan og starfsánægja
  • Bætt almenn heilsa
  • Færri veikindadagar
  • Meiri stöðugleiki í starfmannahaldi
  • Aukið öryggi á vinnustað


Starfsgeta hvers og eins eflist við þetta og allt getur þetta stuðlað að lengri og ánægjulegri starfsævi.
Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki aðeins jákvæð áhrif á starfsfólk og starfsumhverfið í heild heldur geta áhrifin einnig náð til fjölskyldna starfsfólksins og samfélagsins í heild.

Atvinnurekanda ber lögum samkvæmt að gera áætlun um heilsuvernd sem byggist á áhættumati. Í þeirri áætlun eiga að koma fram aðgerðir til að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum auk þess að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð og vellíðan starfsfólks.

Viðmið

 

  • Í stefnu skólans er hugað að heilsu, vellíðan og góðu umhverfi og
    aðstöðu starfsfólks.

Heilsueflandi vinnustaður innan Heilsueflandi leikskóla

Eins og fram hefur komið er sérstakur gátlisti sem ætlaður er fyrir starfsfólk. Ef leikskólar vilja vinna ítarlegar en það að heilsueflingu á vinnustaðnum bendum við á að kynna sér nálgunina Heilsueflandi vinnustaður. 

Heilsueflandi vinnustaðir