Fara á efnissvæði

Heilsueflandi leikskóli

Á þessum vef er að finna upplýsingar og verkfæri fyrir vinnu við Heilsueflandi leikskóla

Embætti landlæknis

Heilsueflandi leikskóli snýst um að vinna markvisst að heilsueflingu í leikskólanum með það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan barna og starfsfólks.  

Gátlistar hafa verið unnir í víðtæku samstarfi og það er leikskólum að kostnaðarlausu að taka þátt. 

Heilsueflandi leikskóli er sameiginleg vinna stjórnenda og starfsfólks. Unnið er markvisst að þvi að skapa umhverfi og aðstæður þar sem öll hafa tækifæri til að blómstra í lífi og starfi. 

 



"Með því að taka þátt í Heilsueflandi leikskóla er hægt að halda markvisst utan um heilsueflingarstarf leikskólans, ekki er um að ræða verkefni með upphaf og enda og hver leikskóli aðlagar vinnuna að eigin þörfum og aðstæðum"

Heilsueflandi leikskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í sínu starfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks. Samkvæmt aðalnámsskrá leikskóla (2011) er Heilsa og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar en þátttaka í Heilsueflandi leikskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi.

Gátlistar Heilsueflandi leikskóla:

Ávinningur barna og starfsfólks

Aukin vellíðan í starfi og meiri starfsánægja

Bætt heilsa

Bætt andleg líðan

Aukin líkamleg færni

Aukin helgun í starfi

Meiri hæfni og áhugi

Bætt félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað

Jákvæð áhrif á fjölskyldu og umhverfi