Fara á efnissvæði

Heilsuefling í leikskólanum

Með því að skrá heilsueflingarstarf leikskólans með markvissum hætti inn á heilsueflandi.is, er auðveldara að fá yfirsýn yfir stöðu og þróun starfsins.
Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í undirbúning og fara þá í gegnum alla gátlistana og draga grunnnlínu. Grunnlínan er svo nýtt til að meta árangur til framtíðar.
Þegar vinnan er komin lengra er gert ráð fyrir að hver leikskóli vinni með nokkra þætti í þeim gátlista sem þeim hentar og fyrir lok júní ár hvert þarf bara að fylla inn hvort breytingar hafa orðið í þeim þáttum sem unnið var með. Kerfið skilar svo lokaskýrslu í lok sumars þar sem fram kemur staða og aðgerðir sem eru í vinnslu. 

Leiðbeiningar.Heilsueflandi.2023